
Sjampó stykki | Grænt te, blágresi og sítrónumelissa
Handgerða sjampó stykkið frá Amalie Rosalie kemur í fallegri öskju og er því tilvalið sem gjöf.
Blanda af grænu tei, lífrænt ræktaðri kaldpressaðri hampolíu, jojobaolíu, sheasmjöri og d-pantheon nærir hársvörðin og hárið. pH gildið á stykkinu passar við náttúrulegt pH gildi hársins og með blöndu af góðum innihaldsefnum hentar það vel fyrir allar hártýpur og sérstaklega þá sem eru með venjulegt/ feitt hár og hársvörð.
Þar sem stykkið er ekki eiginlegt sjampó þá freyðir það ekki eins og venjulegt sjampó. Best er að bleyta upp í því og nudda því beint í hárið og þá myndast froða.
Skolaðu sjampó stykkið eftir notkun og best er að láta það þorna á milli þvotta. Hvert stykki dugir í ca. 40 þvotta fyrir meðal sítt hár.
Ca.65 gr.
Innihaldsefni: Sodium Cocoyl Isethionate, Behentrimonium Methosulfate & Cetearyl Alcohol, Cocamidopropyl Betaine, Butyrospermum Parkii Butter, D-Panthenol, Camellia Sinensis Cera, Simmondsia Chinensis Seed, Cannabis Sativa Seed Oil, Phenoxyethanol, Pelargonium Graveolens Oil, Melissa Officinalis Leaf Oil, Ethylhexylglycerin, Geraniol, Citronellol, Linalool, Citral, Limonen, Eugenol, Farnesol
- Vegan